Varúð! Hér býr ... norn

76 Hvæsi stekkur í hendingskasti á gólfið og króar músina af. „Vó,“ heyrist í Mariusi. Við stöndum sem frosin á meðan Hvæsi gleypir músina í einummunnbita! Svo byrjar hann að mala, saddur og sæll. Ég geng ákveðnum skrefum að kettinum og tek hann í fangið. Mig langar ekki að bíða og sjá hvað nornin gerir næst. Svo tökum við til fótanna út um dyrnar. Næst hendum við okkur á örskotshraða undir þyrnirunnann. Þegar við komumst loks út á götu sný ég mér við en þá er eins og húsið sé horfið. „Galdurinn virkaði!“ hrópa ég glöð. „Tja … það var nú eiginlega Hvæsi sem bjargaði okkur. Hann felldi vatnsfötuna um koll og slökkti eldinn,“ segir Marius efins.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=