Varúð! Hér býr ... norn

73 Þegar við höfum farið með fyrsta erindið finnst mér eins og amma leggi hlýja hönd á öxlina á mér. Marius lítur í kringum sig. Ég sé að hann finnur líka fyrir nærveru ættmæðranna. Nornin Gibelgot er hins vegar svo djúpt sokkin í eigin galdur að hún heyrir ekki orð af því sem við segjum. Við þyljum upp næsta erindi sem við sömdum saman. Logarnir ljósir upp eyðast úr eldinum börnin bjargast. Nornin mun öllu gleyma og bráðum verðum við heima. „Hvað eru þið að tauta þarna krakkaormar?“ spyr nornin og hvessir á okkur augun. „Ekkert,“ segi ég hratt og svo þyljum við alla þuluna þrisvar sinnum í heild sinni. „LOGARNIR LJÓSIR UPP EYÐAST!“ hrópum við svo hátt að Hvæsa dauðbregður. Kötturinn tekur á rás og hleypur í hringi í kofanum. Hann gefur frá sér undarleg hljóð, mjálm og hvæs til skiptis. Hann stekkur til og frá, upp á hillur og skápa og aftur niður á gólf. Í hamaganginum hleypur Hvæsi beint á bókastafla. Bækurnar hrynja

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=