Varúð! Hér býr ... norn

72 Áköllumættmæður tvær … „Flýttu þér Marius. Nornin er búin að finna galdur- inn!“ segi ég skelkuð. Gibelgot hefur náð í risastóran pott og kveikir undir honum eld. Við Marius skiptumst á að skrifa þar til tilbúin þula blasir við okkur á blaðinu. „Heldurðu að þetta virki?“ spyr Marius hræddur. „Þetta verður að virka,“ svara ég ákveðin. „Hvað gerum við næst?“ „Við ættum eflaust að kveikja á kertum en þessir logar verða að duga. Nú höldumst við í hendur og þyljum þuluna. Og við verðum að tala í takt, sem ein rödd. Annars virkar þetta ekki.“ Marius ræskir sig og svo byrjum við að lesa upp þuluna. Áköllumættmæður tvær. Hér séu velkomnar þær. Ströndunum fær’ okkur nær. Krafturinn fylgi þeim kær.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=