Varúð! Hér býr ... norn
69 „Marius … “ „Já, Marta.“ „Fyrirgefðu að ég kom okkur í þessi vandræði.“ „Það er ekkert þér að kenna. Ég fylgdi þér …“ Það er svo sem rétt hjá Mariusi en ég er samt með samviskubit. Ég hélt að okkur væri óhætt að koma hingað inn. Mér datt ekki í hug að Marius myndi breytast í flugu. Hvað þá að fúlskeggjuð norn myndi mæta á svæðið! „Hvað gerðist annars eftir að Hvæsi gleypti mig?“ spyr Marius og klórar sér í höfðinu. „Heyrðirðu það ekki?“ „Ég var reyndar inni í maganum á kettinum þínum … Svo var ég pínulítil húsfluga. Hvernig átti ég að heyra hvað þið töluðuð um?“ „Fyrst bjuggum við til galdraþulu til að frelsa þig. Hún virkaði af því að ég er norn. Við ákölluðum líka ömmu mína og langömmu. Fleiri nornir þýða víst meiri kraft eða eitthvað svoleiðis.“ „Bíddu … ert þú norn!?“
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=