Varúð! Hér býr ... norn
68 GALDRALAUN „Hér skuluð þið dúsa á meðan ég finn rétta galdurinn í bókinni.“ Við Marius grípum hvort í annað. „Marta … við erum alveg eins og Hans og Gréta,“ segir Marius og skelfur af hræðslu. „Hvað áttu við?“ spyr ég og horfi á logandi hringinn á gólfinu. „Lokkuð inn í hús nornar semætlar að éta okkur …“ „Nornin ætlar ekkert að éta okkur! Hún þarf reyndar bara eitt rifbein frá þér. Ég held þú deyir ekki einu sinni,“ segi ég og vona að ég hafi rétt fyrir mér. „BARA eitt rifbein? Ég vil bara eiga mín bein sjálfur.“ Ég skil Marius vel. Ekki myndi ég vilja gefa norninni bein úr mér. Út um lítinn og hrörlegan gluggann sé ég að himinninn er orðinn blóðrauður. Hvað höfum við verið hér lengi?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=