Varúð! Hér býr ... norn

66 Ég hef reynt allt annað … gildrur, ketti, eitur. Kannski rifbein sé það eina sem dugar til.“ „Bzzzzzz hv… hv… hvað?“ Mariusi bregður þegar rödd hans virkar loks aftur. „Hvað ertu að segja?“ spyr hann skelkaður. „Þið hafið samtals 48 rifbein … Ég þarf bara eitt!“ Nornin mælir okkur út og labbar upp að Mariusi. Hún teygir fram langan vísifingur og rennir honum upp og niður eftir hettupeysunni hans. „Ef ekki væri fyrir galdrana mína værir þú enn fastur í flugulíki!“ „Ef ekki væri fyrir galdrana þína hefði ég aldrei breyst í flugu til að byrja með!“ svarar Marius og ýtir hönd nornarinnar frá sér. „Þú hlýtur að geta þakkað fyrir þig með eins og einu rifi! Vanþakklæti er þetta!“ Það hnussar reiðilega í Gibelgot. „Þú færð ekki rifbein úr Mariusi!“ hrópa ég og stíg á milli þeirra.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=