Varúð! Hér býr ... norn

65 ÉG ÞARF BARA EITT ... „Ha? Launa? Meinarðu borga?“ spyr ég og leita í vösunummínum. „Ég á tvöhundruðkall … en ég á meira heima. Ég skal sækja meiri pening og koma strax aftur.“ Mér líkar ekki hvernig nornin horfir á okkur. Hárin á hnakkanum á mér rísa upp. Kaldur sviti rennur niður eftir bakinu. Gibelgot starir á okkur til skiptis og heldur svo áfram að tala. „Hingað til hef ég reynt að beita göldrummínum til góðs. Galdra ætti ekki að nota til að skaða aðra. En ég er úrvinda. Músagangurinn er mig lifandi að drepa. Ég get ekki leyft Lassa að ásækja mig svona lengur.“ „Hvað viltu að við gerum?“ spyr ég og Marius suðar ótt og títt. „Það er bara til einn galdur sem virkar. Fræðin mæla með rifbeini úr barni við útrýmingu músa.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=