Varúð! Hér býr ... norn
61 BZZZZZ „Umbreytingunni er ekki lokið. Einbeittu þér krakki!“ Nornin togar hendur mínar aftur til sín. Við höldumst í hendur og verðum vitni að mögn- uðum viðburði. Fyrst stækkar flugan og verður hávaxin, eins og Marius. Ég hef aldrei séð flugu jafn skýrt á ævinni. Gróf hár stingast út úr löngum leggjunum. Augun eru vínrauð og kúpt og svartir fálmararnir hreyfast til og frá. Jörðin virðist skjálfa á meðan flugan heldur áfram að breytast. Fyrst þykkna afturleggirnir og allt í einu sé ég tvo fætur, klædda gallabuxum. Þá teygist hausinn og togast. Nú starir andlit Mariusar óttaslegið á mig. Loks stendur hann heill fyrir framan okkur. „Þú … þú ert enn þá með vængi,“ segi ég og bendi á bak Mariusar. „Þeir hverfa á endanum,“ segir nornin og stendur upp.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=