Varúð! Hér býr ... norn

59 hljómar einmitt eins og rapp, frekar en vísa. Líklega hafði Gibelgot rétt fyrir sér. Þulur, vísur, rapp, ljóð ... þetta er allt nátengt. En þessi galdraþula þarf að hafa mikil áhrif. Enn meiri áhrif en Reykjavíkurdætur, Herra Hnetusmjör, Auður og GDRN öll til samans. Þulan mín á að bjarga Mariusi. Nei, þulan okkar ... Við Gibelgot sömdum hana auðvitað saman. Ég einbeiti mér að því að tala í takt við nornina. Raddir okkar renna saman og hljóma nú sem ein. Allt í einu finnst mér eins og tvær aðrar raddir bætist í kórinn. Við hlið mér heyri ég milda rödd ömmu minnar. Hin röddin er rám, líkt og hún berist okkur langt úr fortíðinni. Saman endurtökum við síðasta erindið þrisvar sinnum. Hókus pókus fílirókus Köttur úti í mýri, setti upp á sér stýri, opnaði kjaft við galdranna kraft og skilaði vini mínum aftur í líkama sínum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=