Varúð! Hér býr ... norn

55 „Nei, ég er reyndar ekki góð í því. Mér finnst vísur og ljóð bara frekar asnalegt dæmi sko …“ „En rapptónlist?“ „Það er allt annað!“ fullyrði ég pirruð. „Getur þú ekki bara samið þessa galdraþulu án mín?“ „Rapp á reyndar margt sameiginlegt með vísum og þulum. Við þurfum einmitt að búa til rím og ákveðinn takt. Viltu bjarga vini þínum eða ekki?“ Ég fel andlitið í höndunum og anda djúpt. „Allt í lagi þá … Hvernig byrjum við?“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=