Varúð! Hér býr ... norn

54 „Hvernig?“ spyr ég hissa. „Er hann ekki löngu dauður?“ „Fyrir nokkrum árum reyndi ég að vekja upp Lassa og fleiri löngu látna seiðskratta. Það er hættulegur leikur og ekki á færi hvers sem er. Ég var ung og óreynd norn. Þegar ekkert gerðist hélt ég að galdurinn hefði misheppnast en svo virðist sem Lassi hafi endurholdgast semmús! Það er þá hann sem hefur verið að gera mér lífið leitt síðustu árin.“ Nornin lítur í kringum sig í leit að músinni. Svo festir hún augun á mér. „Eitt vandamál í einu! Nú semjum við galdraþulu til að frelsa vin þinn.“ „Er ekki þula í bókinni?“ spyr ég hissa. „Þetta er alveg sérstakt tilfelli. Það kallar á sérsniðin orð. Ertu ekki góð í að kveðast á?“ Úff. Í hvers konar vandræði er ég komin? Marius er orðinn að flugu og eina leiðin til að bjarga honum er að semja vísu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=