Varúð! Hér býr ... norn
52 „Nei, ég held mig við saklausan hvítagaldur. Aðallega jurtasmyrsl og lækningar, einstaka veðurgaldur og slíkt. Hér forðum daga voru nornir brenndar á báli fyrir ómerkilegra kukl en það.“ „Ha? Brenndar á báli? Á Íslandi?“ spyr ég forviða. „Já, svo sannarlega. Fólk fékk meira að segja kinnroðaminningar fyrir það eitt að þekkja norn.“ „Kinnroðaminningar?“ spyr ég og skil ekkert. „Fólk var slegið utan undir: minna það á. Roðinn í kinnum átti að minna þau á að forðast nornir. En nornirnar sjálfar voru ýmist hýddar eða brenndar. Feðgarnir Jón og Jón Jónssynir voru til dæmis brenndir árið 1656 fyrir að valda veikindum prests. Árið 1675 var Lassi Diðrikson brenndur. Það tókst þó ekki svo auðveldlega. Þrisvar sinnum slokknaði eldurinn vegna mikillar rigningar. Við nornirnar getum haft áhrif á veðrið þegar mikið liggur við.“ Þegar nornin talar um Lassa stekkur Hvæsi upp og setur upp háa kryppu. „Lassi Diðriksson …“ endurtek ég. Mig rámar í nafnið síðan fyrr ummorguninn.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=