Varúð! Hér býr ... norn
51 „Hann elti mús.“ „Mús?“ spyr nornin og hryllir sig. „Það er eflaust sama músin og sú sem ásækir mig stöðugt.“ „Ásækir?“ endurtek ég og er engu nær. „Já. Ásækir … ofsækir, lætur mig ekki í friði, leggur mig í einelti.“ „Mýs geta ekki lagt fólk í einelti,“ segi ég og horfi vantrúuð á nornina. „Jú víst. Ég hef reynt allt til að losna við hana. Hún kemur samt alltaf aftur. Á tímabili hafði ég fjóra ketti í húsinu en þeir voru of latir til að veiða. Vildu bara liggja og láta klappa sér.“ „Af hverju notar þú ekki bara galdra til að eyða músinni?“ spyr ég hissa. „Ah, þar vandast málið,“ svarar Gibelgot. „Það er aðeins einn galdur sem virkar til að losa sig við músagang. Það er svartigaldur, ólíkur þeim sem ég stunda vanalega. Til að losna við músina þarf ég rifbein úr barni.“ Nornin horfir á mig stingandi augum en rankar svo við sér.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=