Varúð! Hér býr ... norn

50 NORNABRENNUR OG MÚSAOFSÓKNIR „Það verður erfitt að ná flugunni út ef við vitum ekki við hvern er að fást. Segðu mér aðeins frá Hvæsa.“ „Segja þér frá honum? Þetta er bara köttur …“ „Rúnirnar segja mér að Hvæsi sé meira en bara köttur. Við erum jú öll meira en bara eitthvað eitt. Þú ert varla bara krakki sem brýst inn til ókunnugra. Er ekki eitthvað annað áhugavert við þig? Hvað með Hvæsa? Hefur hann einhverja eiginleika sem gera hann ólíkan öðrum köttum?“ „Ókei,“ hugsa ég og brýt heilann. „Hvæsi er geðvondur, pirraður, leiðinlegur. Svo er hann alltaf að vekja mig. Hann er inniköttur og á alls ekki að fara út.“ „Athyglisvert … Hvað leiddi hann hingað, að þessu húsi?“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=