Varúð! Hér býr ... norn
49 „Já. Ef við flýtum okkur ekki verður Marius ekki lengur fluga heldur … kattarkúkur.“ Ég tek andköf af skelfingu. Marius gæti breyst í kattarkúk! Hann myndi aldrei fyrirgefa mér! Hann væri að vísu kúkur svo hans álit myndi ekki skipta miklu máli. En ég vil ekki að Marius breytist í kúk! Ég vil bara að hann sé Marius. Hávaxni hræðslupúkinn Marius. Óþolandi hressi og lífsglaði Marius. Nú þarf ég að einbeita mér og gera allt rétt. Mér finnst bara svo erfitt að einbeita mér … „Til að bjarga Mariusi þurfum við að þylja galdraþuluna af lífi og sál. Við þurfum að standa saman og finna galdurinn streyma í gegnum okkur.“ Nornin breiðir út teppi á gólfið. Hún býður mér sæti og stillir upp fimm kertum. Með fingrinum teiknar hún stjörnu á milli kertanna. Upp úr skjóðunni dregur hún fimm rúnir og setur eina rún við hvert kerti. „Galdur á aldrei að nota að gamni sínu. Þetta er alvörumál,“ segir Gibelgot og það kviknar á kertunum.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=