Varúð! Hér býr ... norn
48 „Hvaðan eru foreldrar þínir Marta?“ spyr nornin og horfir ákveðin á mig. „Bara héðan og þaðan sko … þau ólust allavega bæði upp í Kópavogi.“ „Hvert áttu ættir að rekja barn?“ spyr nornin ákveðin. „Amma er að norðan, sko mamma hans pabba. En mamma hennar mömmu bjó á Ströndum þegar hún var barn. Hún er sko dáin. Langamma mín fæddist held ég á stað sem heitir Gjögur …“ svara ég og get ekki annað en vonað að það sé rétt hjá mér. „Það er eins og mig grunaði. Strandablóð! Þú ert norn Marta. Svo lengi sem þú trúir því.“ „Er það nóg?“ „Að sjálfsögðu. En galdurinn virkar bara ef þú tekur þátt með opnu hjarta. Með því að ákalla ömmu þína og langömmu erum við fjórar nornir saman. Það gerir okkur enn máttugri. En tíminn er naumur. Melting katta er mjög hröð.“ „Melting? Meinarðu að … ?“
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=