Varúð! Hér býr ... norn

47 „Það er reyndar töluvert flóknara núna,“ svarar nornin. Hún dregur þunga galdrabókina að sér. „Æ, kommon. Áttu ekki töfrasprota til að redda þessu?“ „Þú heldur kannski líka að ég fljúgi um á kústinum mínum á miðnætti?“ spyr nornin hneyksluð. „Hvað veit ég? Ekki er ég norn,“ segi ég og get ekki falið gremjuna. „Því miður Marta. Í dag ert þú bara víst norn. Það þarf minnst tvær nornir til að frelsa Marius úr kattarmaga.“ „Er ég norn? Bara si svona?“ Skrítið að verða norn bara af því að Gibelgot segir það. Ég þurfti að æfa körfubolta lengi áður en ég gat kallað mig körfuboltaleik- mann. Nornin dregur mig nær sér og starir djúpt í augun á mér. Augun hennar glóa þessum kyngimagnaða græna lit.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=