Varúð! Hér býr ... norn
46 ER ÉG NORN? Hvæsi hefur gleypt Marius með húð og hári! Eða kannski frekar með fálmurum og vængjum. Vinur minn er í maganum á ketti! Hjartað í mér slær svo hratt að ég heyri ekkert annað en þung höggin. Hjartslátturinn drynur í eyrummér eins og æstur bongótrommuleikari sé þar á ferð. „Ja, þar fór í verra,“ segir nornin og fórnar höndum. „FÓR Í VERRA?“ hrópa ég hneyksluð. „Kötturinn minn ÁT Marius eins og harðfisk!“ „Tja. Hann hefði líklega tuggið harðfiskinn. Heppnin var með okkur. Hann gleypti fluguna án þess að tyggja. Það er enn von.“ Von? Ég finn hvernig bongótromman í brjósti mér róast. Það er von … „Geturðu þá bjargað honum?“ spyr ég og naga neðri vörina stressuð.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=