Varúð! Hér býr ... norn

44 Ég sakna vinar míns og langar að fá hann til baka. SemMarius. Ekki sem flugu. Þótt flugan sé mjög fín. Ég hef ekkert á móti flugunni, ekki þannig séð.“ Á meðan ég tala stekkur Hvæsi upp á borð og byrjar að ýta við flugunni með grófri loppunni. Marius flýgur upp og niður í ofboði. Hann er eflaust hræddur við köttinn sem er nú skyndilega margfalt stærri en hann sjálfur. „Þið eruð orðin svo fjarlæg náttúrunni sjáðu til …“ segir nornin og setur hendur á mjaðmir. „Við?“ spyr ég hissa. „Þið mannfólkið.“ „Ert þú ekki líka mannfólk?“ „Vissulega er ég það. En nornir eru í betra sambandi við jörðina en malbiksmenn og blokkarbörn. Ég kann að lesa í laufin, tala við steinana og nýta mér krafta jarðarinnar.“ „Ókei … viltu þá kannski nýta krafta jarðarinnar til að laga vin minn? Ég get ekki skilað honum svona heim til sín! Hvernig á hann að spila körfubolta og fara í sögupróf sem fluga?“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=