Varúð! Hér býr ... norn

43 Nornin hljómar eins og kennari sem vill útskýra hvert skref fyrir áhugalausum nemanda. Helst vil ég að hún hætti að tala og drífi sig að breyta Mariusi til baka. „Geturðu kannski flýtt þér svolítið?“ spyr ég hikandi. Gibelgot starir á mig með hvössum augum. Ég tek eftir því fyrst núna hvað augu nornarinnar eru undarlega græn. Þau eru ekki græn eins og sullið sem ég drakk áðan. Ekki heldur græn eins og laufblöð, froskur eða gúrka. Þetta er alveg nýr grænn litur, ólíkur öllu sem ég hef áður séð. „Flýtt mér? spyr nornin og brosir. „FLÝTT MÉR?“ segir hún enn hærra og nú líkist brosið ljótri grettu. „Fyrirgefðu … En það væri ágætt ef Marius gæti orðið eðlilegur aftur sem fyrst.“ „Eðlilegur segirðu. Eru flugur ekki eðlilegar?“ Nornin ætlar sér líklega að veiða mig í aðra gildru og messa aftur yfir mér um hugtök og skilgreiningar. „Auðvitað eru flugur eðlilegar. Ég meina bara að …

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=