Varúð! Hér býr ... norn

42 „Já, ég lofa! Aldrei aftur! Geturðu þá breytt honum til baka?“ „Auðvitað get ég það. Heldurðu að ég sé einhver svikahrappur? Ég er bæði fjölkunnug og fróð. Þú finnur ekki voldugri norn en Gibelgot.“ Nornin lokar galdrabókinni og setur lítinn viðarbút fyrir framan sig. „Settu vin þinn á borðið,“ segir nornin ákveðin og ég hlýði. Marius suðar lágt en heldur kyrru fyrir á meðan nornin athafnar sig. Hún losar litla skjóðu sem hangir í beltinu hennar. Upp úr henni dregur hún fjóra litla rúnasteina og lítið hvítt kerti. Nornin sýnir Hvæsa kertið. Hann starir einbeittur á kveikinn þar til gulur blossi myndast. Nú logar kertið glatt í hægri hendi nornarinnar. Með þeirri vinstri raðar hún rúnunum fyrir framan sig. „Vinstri hliðin er kraftmeiri. Þess vegna nota ég vinstri höndina til að framkvæma galdurinn. Nú legg ég rúnirnar …“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=