Varúð! Hér býr ... norn

41 ÓÐUR SEM FLUGA „Bzzzzzzz …“ heyrist loks í flugunni. Marius virðist hafa komist yfir mesta áfallið og er farinn að láta í sér heyra aftur. Hlátur nornarinnar þagnar og svo verður hún alvarleg á svip. „Þú segist hafa viljað verða vitur. En líklega var það vinur þinn sem fór með þuluna. Það er vitlaus aðferð sem hefur slæmar afleiðingar. Ef einhver annar les upp þuluna fer galdurinn í tóma þvælu. Sá sem les orðin tekur á sig mynd síðasta orðs þulunnar. Í þessu tilfelli er síðasta línan óður sem fluga. Þess vegna er vinur þinn núna orðinn að flugu.“ „En … hvað getum við gert!? Ég lofaði Mariusi að þetta myndi bjargast. Geturðu hjálpað mér?“ spyr ég skelkuð. „Engar áhyggjur. Ég skal losa vin þinn úr álögunum. Þá verðið þið líka að lofa að hypja ykkur héðan og koma aldrei aftur.“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=