Varúð! Hér býr ... norn

40 „Ykkur var nær að brjótast inn í hús ókunnugra …“ Nornin hristir höfuðið vonsvikin. „Við brutumst sko EKKI inn,“ svara ég og verð æst. „Hurðin opnaðist af sjálfu sér. Það er alveg satt! Hvæsi hljóp inn og við urðum að sækja hann.“ Ég þoli ekki að vera skömmuð fyrir eitthvað sem er ekki mér að kenna. „Þið þurftuð þá væntanlega líka að gramsa í galdra- dótinu mínu, eða hvað?“ „Eh … nei, eða sko jú. Það er próf á mánudaginn en ég er ekki búin að læra. Það virtist bara auðveldara að galdra sig gáfaða. En svo klúðraðist allt,“ segi ég og horfi niður á fluguna. Á vængjaðan Marius með loðnar litlar flugulappir. Nornin horfir rannsakandi augum á fluguna og mig til skiptis. Svo gengur hún að bókinni og les vand- lega yfir galdraþuluna í hljóði. Þegar hún hefur lokið lestrinum byrjar nornin að hlæja, fyrst lágt og svo hærra og hærra. Hún minnir á illmenni úr bíómynd og ég er alveg að verða pirruð.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=