Varúð! Hér býr ... norn
39 Ég leita að réttu svari í kollinum en tafsa á orðunum. Nornin fórnar höndum. „Ekki áætla mér kyn. Spurðu mig frekar að nafni! Ég heiti Gibelgot og er norn. Sumir vilja kalla mig galdramann, seiðskratta, kuklara eða seiðkarl. Að mínu mati er norn fínasta starfsheiti. Það segir allt sem segja þarf.“ „Ertu þá svona mitt á milli þess að vera kona og karl?“ Forvitnin er að fara með mig. Ég gleymi því alveg að Marius situr í flugulíki á hendinni á mér. „En … skiptir það einhverju máli hvaða kyn ég er? Ég er bara ég. En þú, átt þú eitthvert nafn?“ „Ég heiti Marta. Þetta er Marius. Hann er … eða var … strákur. En nú er hann bara fluga.“ „Er Marius fluga?“ spyr nornin og beygir sig niður til að sjá fluguna betur. „Sko …“ byrja ég og segi svo söguna af því hvernig okkur mistókst að framkvæma viskugaldurinn.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=