Varúð! Hér býr ... norn

38 „En … Hvernig geturðu verið norn? Karlar eru ekki nornir. Þeir eru galdrakarlar eða töframenn,“ segi ég og finn að forvitnin hefur sigrað hræðsluna. „Hver segir að ég sé karl?“ svarar nornin og strýkur á sér skeggið. „Uuu … þú ert með skegg!“ „Margar konur eru með skegg.“ Nornin horfir ögrandi á mig. „Svo ertu ekki með brjóst,“ svara ég snöggt. „Nei, nei, en margar konur eru með lítil, eða jafnvel engin brjóst. Það geta verið margar ástæður fyrir því.“ „Jæja … fyrirgefðu. Þú ert þá kona,“ svara ég og ranghvolfi augunum. „Ekki er ég heldur kona,“ segir nornin og hlær hátt. „Hvað ertu þá?“ spyr ég en finnst nornin bara vera að snúa út úr. „Voðalega er fólk alltaf upptekið af því hvort aðrir séu karlar eða konur, stelpur eða strákar. Þarf ég endilega að vera annað hvort?“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=