Varúð! Hér býr ... norn
37 HVORKI VARTA NÉ HATTUR Maðurinn strýkur hendinni eftir baki Hvæsa sem malar ánægður. Það er hins vegar erfitt að ráða í svip skeggjaða mannsins. Hann virðist bæði reiður og glaður á sama tíma. „Mér þykir þú frakkur krakki að æða inn í annarra manna hús. Nú skil ég þó betur hvers vegna huliðshjálmurinn virkaði ekki til að hylja hús mitt. Þú hefur komið hingað með kettinum. Okkur nornum hefur alltaf líkað sérlega vel við ketti. Fæstar varnir virka á þá.“ Norn!? Ég skoða manninn vandlega. Hann er hvorki með nornahatt né græna húð. Hann er ekki heldur með loðna vörtu á löngu, kræklóttu nefi. Í raun er hann ekkert eins og ég ímynda mér nornir. „Iss, þú ert ekki norn,“ segi ég efins. „Jú víst! Ég er norn og þú ert óboðinn gestur! Ég verð því að vísa þér á dyr.“
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=