Varúð! Hér býr ... norn

36 „Uuu … hæ,“ segi ég og reyni að brosa eins sakleysislega og ég get. „Krakkaskratti! Í mínum húsum!? Hvernig komstu hingað inn? Það er huliðshjálmur yfir allri lóðinni!“ þrumar maðurinn og grettir sig. Hann grípur strákústinn af gólfinu og potar honum ógnandi í átt til mín. „Huliðshjálm … hvað? Við sáum engan hjálm, sko. Marius opnaði óvart gluggann heima hjá mér af því að við vorum að læra. Honum fannst kannski þungt loft en það er bara af því að ég var nývöknuð. Ég var ekki einu sinni búin að búa um rúmið ... “ Kannski verð ég örugg ef ég held bara áfram að tala. Fyrst útskýri ég hvernig Hvæsi strauk og leiddi okkur að þyrnirunnanum. Næst lýsi ég því hvernig við skriðum undir þyrnana og Marius endaði eins og kaktus í framan. Þá missir maðurinn þolinmæðina og lemur kústskaftinu í gólfið. Þrjú þung högg duga til þess að ég snarþagna.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=