Varúð! Hér býr ... norn

34 „Engar áhyggjur Marius, ég bjarga þessu“ „Bzzzzzz …“ svarar flugan. Ég skil ekki flugnamál en held að þetta þýði: Þú? Hvernig ætlar þú að bjarga þessu?! Þú ert bara kjáni sem klúðrar öllu. „Ég veit … en ég finn einhverja leið. Ég lofa.“ „Bzz bzzzz,“ heyrist í flugunni. Líklega meinar Marius eitthvað á borð við: Ég hefði aldrei átt að hlusta á þig. „Marius, þetta reddast! Það er fullt af göldrum í bókinni. Ég hlýt að finna leið til að breyta þér til baka.“ Hvæsi er orðinn órólegur og nuddar sér upp við lappirnar á mér. Ég ýti honum til hliðar og geng að opinni galdrabókinni. Svart letrið er klesst og máð og ég skil bara annað hvert orð. Mér sýnist við þó hafa gert allt rétt í visku- galdrinum. Í það minnsta fylgdum við leiðbein- ingunum og gleymdum engu. Ég skil ekki hvernig þetta gat gerst. Ekki varð ég gáfaðri eða vitrari … og Marius er orðinn að húsflugu!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=