Varúð! Hér býr ... norn
33 HVAÐAN KOM HÚSFLUGAN? Ég stend stjörf á miðju gólfinu. Krukkurnar skila sér rólega hver á sinn stað. Bækur og blöð raða sér aftur í stafla. Kústurinn reisir sig og sópar létt yfir gólfið áður en hann hallar sér aftur að veggnum. Þar semMarius var fyrir augnabliki er nú ekkert nema lítil suðandi fluga. Flugan sveimar nokkra hringi um kofann áður en hún lendir á hægri hendinni á mér. Ég ætla að slá hana af mér en snarhætti við. Skelfilegur grunur læðist að mér. „… Marius?“ spyr ég og píri augun til að sjá fluguna betur. Á handarbakinu á mér situr svört húsfluga. Hún líkist ekkert slánalega stráknummeð liðaða hárbrúskinn. Samt er ég handviss um að flugan sé Marius. Að Marius sé flugan … Hvað hef ég gert? „Geturðu talað?“ spyr ég hikandi. Lágvært suð berst frá flugunni.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=