Varúð! Hér býr ... norn

30 „Heimótt fer dvínandi dusungur hallandi, hverfa mun firra, angur og ókyrra. Svo hugur sé eigi að nóttu sem degi, ólmur og sveimhuga, óður sem fluga. Nú máttu drekka Marta.“ Ég ber skálina með glóandi grænum vökvanum upp að vörunum á mér. Það kemur mér á óvart að sullið er merkilega gott á bragðið. Á meðan ég drekk blönduna byrja ýmsir munir skyndilega að svífa í lausu lofti. Marius horfir hræddur niður fyrir sig. Svo lyftist hann sjálfur upp af gólfinu. Ég gríp andann á lofti. Krukkurnar, kústurinn, blöðin og bækurnar mynda hvirfilbyl í kringumMaríus. Hann fálmar með höndunum eins og til að halda jafnvægi. Marius horfir á mig, dauðskelkaður í framan. „Marta … hvað er að gerast?“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=