Varúð! Hér býr ... norn

28 „Vaxi vel og festist fróðleikur og magnist. Margt og mikið lærist, letin upp eyðist, einbeitingin skerpist svo skýrar þú sjáir, á endanum náir, því sem þú þráir. Stórir jafnt sem smáir sigrar eru þínir ef heimskunni þú týnir í bókina rýnir og viskuna brýnir.“ Ég hræri með lítilli viðarskeið í skálinni. Smám saman blandast duftið vatninu. Þetta minnir helst á græna heilsusafann hennar mömmu, svona slímugt og ólystugt. Allt í einu fýkur hurðin upp og gusturinn fellir strákúst í gólfið. Ég sleppi skeiðinni, geng að hurðinni og loka henni. Þegar ég kem aftur sé ég að skeiðin hefur haldið áfram að hræra í skálinni! Þarna stendur hún upp á rönd og hreyfist, hring eftir hring. Það koma loftbólur upp úr grænu sullinu sem er orðið næstum sjálflýsandi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=