Varúð! Hér býr ... norn

27 ánægður með sig og byrjar að mala á meðan ég hræri duftinu saman. „Já … allt í lagi þá. Nú er kveikt á kertinu en hvar finn ég vatn?“ Marius bendir mér á skúringafötu á gólfinu, fulla af gruggugu vatni. „Oj bara, Marius á ég að drekka þetta sull?“ Hann rýnir einbeittur í bókina. „Já, en fyrst þarftu að blanda þessu saman og fara með galdraþuluna.“ Ég rýni í bókina. Örsmáir stafirnir dansa á síðunni. „Þú skalt lesa,“ segi ég ákveðin og ýti bókinni nær Mariusi. Loginn á kertinu flöktir og skapar drungalega birtu í kofanum. Marius ræskir sig og byrjar svo að þylja upp hverja línuna á fætur annarri. Á meðan hann les malar Hvæsi hátt.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=