Varúð! Hér býr ... norn

26 „Ég veit ekki hversu sniðugt það er að fikta við galdra … “ „Oh, Marius! Er ekki leiðinlegt að vera alltaf svona hræddur? Segðu mér allavega hvernig þetta virkar. Ég skal svo gera galdurinn.“ Marius rennir fingri yfir síðuna og telur upp nöfn á jurtum og hlutum. Ég held á Hvæsa. Ég les á miðana á krukkunum til að finna réttu hráefnin og sæki svo það sem þarf í galdurinn. Smám saman róast kötturinn í fanginu á mér. „Ókei. Hér eru tveir gulir silkiborðar, fjólublátt kerti, salt og lauf af musteristré. Og þurrkuð salvía og ginseng. Hvað næst?“ „Þú átt að festa annan borðann á úlnliðinn á þér en binda hinn utan um kertið. Svo kveikirðu á kertinu og blandar jurtunum saman út í vatn.“ Ég lít í kringummig eftir eldspýtum eða einhvers konar eldfærum. Um leið teygir Hvæsi snoppuna í átt að kertinu. Hann hnusar af því og glennir svo upp skærgul augun og mjálmar. Í sömu andrá kviknar á kertinu, líkt og fyrir töfra. Við Marius lítum skelkuð hvort á annað. Hvæsi virðist

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=