Varúð! Hér býr ... norn
25 GLÓANDI GRÆNN VÖKVI „Vó, æði!“ segi ég og iða í skinninu af spenningi. „Lestu það sem stendur!“ „Ertu viss um að það sé öruggt?“ „Auðvitað er það öruggt. Þetta er bara bók.“ Marius flettir fram og til baka og les heiti galdranna. „Særing gegn illum ásetningi … Galdur til verndar híbýlum … Sárasmyrsl … Fjandafæla … Viskugaldur … Ástarseiður …“ „Bíddu!“ gríp ég fram í. „Farðu til baka. Viskugaldur! Það er einmitt það sem ég þarf til að ná sögupróf- inu á mánudaginn!“ „Þú ert eitthvað brjáluð,“ segir Marius og finnur aftur síðuna með viskugaldrinum. „Hah, nei ekki brjáluð. Frekar sniðug! Við gerum bara galdur og þá þurfum við ekki að læra fyrir prófið.“
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=