Varúð! Hér býr ... norn

22 „Froskalappir!“ les Marius og hryllir sig. „Oj, hvað fólk borðar skrítna hluti.“ „Ég sagði þér það, þetta er bara geymsluskúr. Komdu, finnum Hvæsa.“ Um leið og ég sleppi orðinu stekkur Hvæsi ofan af háum skáp og lendir á borði í einu horni kofans. Ég hleyp til hans og sé að hann hefur lent ofan á risastórri bók sem liggur opin á borðinu. Varlega tek ég Hvæsa í fangið og reyni að halda honum rólegum. Bókin sem hann lenti á er hundgömul og blaðsíðurnar gular og þykkar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=