Varúð! Hér býr ... norn
21 staður. Mig svíður í andlitið eftir þyrnana. Ég held ég þurfi að fara til læknis.“ „Læknis? Út af nokkrum rauðum blettum? Láttu ekki svona. Hjálpaðu mér frekar að finna Hvæsa.“ Við svipumst um eftir kettinum og reynum að rekast ekki á háan stafla af bókum. Það er erfitt að hunsa hversu drungalegur þessi staður er. Á einum veggnum er hilla frá gólfi og upp í loft. Þar eru ótal krukkur. Marius gengur að hillunni og rennir fingri yfir eina krukkuna.“ „Ekkert ryk …“ „Og hvað?“ „Það er ekkert ryk á krukkunum. Það er þá nýbúið að nota þær.“ Marius tekur krukkuna upp og snýr henni á alla kanta. Krukkan er máluð svört svo innihaldið sést ekki en Marius les á gráan merkimiða. „Neglur … Það hlýtur að eiga að standa naglar …“ Marius tekur upp aðra krukku. Í henni er gulleitur vökvi með einhverju grænu sem líkist helst aspas.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=