Varúð! Hér býr ... norn
19 „Hann fór inn … er það ekki?“ spyr Marius skjálfandi röddu. „Örugglega. En það er ekki eins og það búi einhver í þessum kofarústum. Við þurfum bara að komast inn og sækja hann.“ „ Ókei …“ svarar Marius hikandi og fikrar sig að dularfullri viðarhurð. Í hurðina hefur verið rist tákn en líklega var það gert fyrir löngu síðan því mosi og gróður hefur sest í rákirnar. „Við þurfum bara … að komast inn,“ segir Marius og andar djúpt. Ég stíg nær og ætla að grípa í hurðarhúninn þegar dyrnar opnast allt í einu af sjálfu sér.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=