Varúð! Hér býr ... norn

17 „Í gegnum runnann? En … þyrnarnir!?“ svarar Marius. Hann lyftir vísifingri og snertir varlega eina af greinum runnans. „Hvað? Ertu algjör skræfa?“ Ég toga ermarnar fram yfir hendurnar á mér og set hettu yfir hárið. Svo fer ég niður á fjóra fætur og smokra mér í gegnum runnann. Ég er svo smávaxin að ég kemst auðveldlega á milli greinanna. „Ái … æ … úff,“ heyrist í Mariusi sem fylgir fast á hæla mér. „Hættu þessu væli,“ segi ég pirruð. Loks er ég komin í gegn. Ég stend upp, dusta af mér mold og tíni nokkra þyrna úr peysunni. Marius stendur upp og horfir á mig með skelfingarsvip. „Úff. Þetta var ógeðslega vont,“ segir hann aumur. Ég horfi á andlit Mariusar og reyni að stilla mig um að hlæja. Hann lítur út eins og nálapúði, alsettur þyrnum í framan. „Vertu alveg kyrr,“ segi ég og tíni burt þyrnana, einn af öðrum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=