Varúð! Hér býr ... norn

16 DULARFULLA HURÐIN „Fljótur, við verðum að ná honum!“ segi ég og hleyp fram. Ég smeygi mér í skóna og gríp jakka. Marius kemur í humátt á eftir mér. „Sérðu hann?“ spyr ég og skima yfir garðinn.“ „Þarna!“ hrópar Marius. „Mús!“ „Við erum ekki að leita að mús bjáninn þinn. Við erum að leita að ketti!“ „Já, en … músin hljóp þangað og Hvæsi á eftir,“ svarar Marius og bendir til hægri. Við hlaupum af stað, yfir grindverkið, í gegnum garð nágrannans. Ég sé glitta í skottið á Hvæsa bak við næsta runna. Við eltum hann gegnum nokkra garða, yfir tvær götur og inn þrönga götu. Einmitt þegar ég held að ég geti náð honum laumar hann sér í gegnum háan þyrnirunna. „Hvað nú?“ spyr Marius og horfir á mig. „Við verðum að fara í gegn,“ svara ég hneyksluð.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=