Varúð! Hér býr ... norn

14 „Finnst þér þetta í alvöru áhugavert?“ spyr ég og horfi ringluð á ártöl og nöfn. „Já,“ svarar Marius. „Nöfnin eru stundum dálítið svipuð en ég held ég muni þau flest.“ „Glætan! Það er ekki hægt að muna þetta. Nöfnin eru öll eins. Hérna til dæmis …“ Ég opna sögubókina fyrir miðju. „1656 – Jón Jónsson eldri og Jón Jónsson yngri. 1669 – Jón Leifsson. 1671 – Sigurður Jónsson. Það hétu bara allir Jón!“ segi ég og hristi höfuðið. „Rosalega var fólk ófrumlegt í gamla daga … Jón, Sigurður, Ólafur, Jón … Svo eru fullt af karla- nöfnum en bara ein kona, Þuríður Ólafsdóttir ...“ „Bíddu, hvar ertu í bókinni?“ spyr Marius og flettir hratt í gegnum sína. „Eina nafnið sem er eitthvað frumlegt er þetta hér: 1675 – Lassi Diðriksson …“ Um leið og ég segi nafnið Lassi stekkur Hvæsi skyndilega úr rúminu og setur upp háa kryppu. „Hvað er að honum?“ spyr Marius forviða.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=