Varúð! Hér býr ... norn

12 og reyndi sitt besta að deyja ekki úr kulda. Af hverju getum við ekki frekar lært um geimverur eða vampírur eða eitthvað svoleiðis?“ „Það væri þá varla Íslandssaga, er það?“ spyr Marius á móti. „Vá krakkar! Eruð þið bara byrjuð að læra? En frábært!“ segir mamma sem stendur skælbrosandi í dyragættinni. Mamma er ekki vön að sjá mig læra um helgar. Þarna stendur hún nývöknuð og með úfið hár og far eftir koddann á kinninni. Hún er í loðnum inniskóm og hefur vafið gömlum baðslopp þétt að sér. Ég myndi líklega skammast mín ef vinkonur mínar sæju hana svona. Marius er hins vegar bara Marius. Mér er alveg sama hvað honum finnst … „Hvað segirðu væni, má ekki bjóða þér morgun- mat? Ég get soðið hafragraut með eplum og kanil.“ Mamma horfir á Marius eins og draumabarnið sem hún eignaðist aldrei. „Hann er löngu vaknaður og pottþétt búinn að fá sér morgunmat. Er það ekki Marius? Komdu, förummeð skóladótið inn í herbergi.“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=