Varúð! Hér býr ... norn
11 LASSI DIÐRIKSSON „Byrjum á því að fara yfir glósurnar þínar,“ segir Marius brosandi. Hann tínir skólabækur upp úr töskunni sinni. „Hvaða glósur?“ spyr ég og geispa hátt. Marius hristir höfuðið og fylgist með mér fylla skál af morgunkorni. „Varstu bara að vakna?“ „Uuu, já, reyndar. Ert þú löngu vaknaður?“ spyr ég og horfi á hann raða blöðum á borðið. „Ég fór auðvitað út að hlaupa í morgun. En jæja, við byrjum þá á glósunummínum. Hér er allt sem ég hef um siðaskiptin, Sturlungaöld og sjálfstæðis- baráttuna.“ „Veistu Marius … Ég skil bara ekki eitt orð af því sem þú segir. Íslandssaga er svo ferlega leiðinleg. Það gerðist ekkert spennandi í gamla daga. Fólk borðaði bara úldinn mat, fór með asnalegar vísur
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=