Varúð! Hér býr ... norn

10 „Hæ,“ segi ég og dæsi. Fyrir framan mig stendur Marius. Slánalegi strákurinn með sólskinsbrosið. „Sæl og blessuð, vinkona,“ segir Marius glaður. Hann hefur líklega sofið betur en ég. „Einmitt … blessaður,“ svara ég með fýlusvip. Skeifan ætti ekki að koma honum á óvart. Hann veit að brosið mitt vaknar ekki fyrr en eftir hádegi. „Ætlum við ekki að læra saman í dag?“ Marius virðist hissa á því að ég hafi ekki enn hleypt honum inn fyrir. Mig langar alls ekki að eyða heilum laugardegi í lærdóm. Frekar vil ég fara út á hjólabretti eða í sund. Ég gæti farið niður í fjöru eða í körfubolta með stelpunum. Ég veit samt að ef ég læri ekki fyrir prófið verð ég í vondummálum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=