Varúð! Hér býr ... norn
8 í kinnina á mér. Nú notar hann hægri loppuna og togar annað augnlokið á mér upp. Þar með er ég vöknuð. „Allt í lagi þá! Ég er að koma,“ segi ég pirruð. Hvers konar köttur vekur stelpu svona? Með því að opna bókstaflega á henni augun! Ég fylgi Hvæsa fram á gang og hann byrjar strax að mjálma við útidyrnar. Kötturinn nuddar sér mjálmandi upp við fæturna á mér. Þurr og stingandi feldurinn líkist helst gaddavír. „Ekki hleypa honum út,“ heyri ég mömmu kalla innan úr herbergi. „Já, já. Ég veit,“ ansa ég og ranghvolfi augunum. Hvæsi er inniköttur og mamma vill alls ekki að hann sleppi út. Innst inni er hún dauðhrædd um að Hvæsi fari frá henni og komi ekki aftur. Skilji hana eftir eina, eins og hún orðar það. Ég fatta það ekki. Hún yrði ekkert ein, enda hefur hún mig … En henni finnst þessi geðstirði kisi víst skemmti- legri en dóttir hennar. Ég er svo oft með vesen. Alltaf að lenda í vandræðum, týna lyklum og
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=