Varúð - Hér býr jötunn
79 Ég veit ekki hvernig ég á að útskýra það sem gerðist. Reiðikastið hans Þórs framkallaði ekki bara tár … heldur heilt þrumuský! Kannski er Þór þá þrumuguð eftir allt saman. Nema óvænt hellidemba og þrumuský séu bara ein stór tilviljun. „Má ég núna fá kókómjólk?“ spyr Þór og sýgur upp í nefið. „Auðvitað,“ svarar Marta og brosir. „Mjá, mjá, mjááá?“ heyrist í Hvæsa. „Já, já. Þú mátt líka fá kókómjólk, Hvæsi minn.“ Fljótlega er Þór farinn að valhoppa eftir gangstétt- inni, kátur og glaður. Hann má eiga það, að þótt reiðiköstin séu svakaleg, þá vara þau yfirleitt stutt. „Má ég klappa kisa?“ spyr Þór og brosir út að eyrum. „Já, en bara ef hann leyfir það,“ svarar Marta. Þór lætur spurningar dynja á Mörtu, líkt og hún sé nýja besta vinkona hans. Hún hlær og gerir sitt besta að svara honum jafn óðum. Þegar við nálgumst hús Mörtu býður hún okkur inn í kókómjólk og kex.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=