Varúð - Hér býr jötunn

78 Svo tek ég eftir því að hendur okkar Þórs eru ekki lengur klístraðar. Lófarnir eru fullir af þurrum sandi. Leirinn hefur þornað á leifturhraða. Við hristum okkur og þurr leirinn sáldrast á jörðina. „Komum okkur héðan,“ segir Marta og beygir sig niður eftir Hvæsa. Við Þór göngum hikandi á eftir Mörtu. Þór hallar sér að mér. „Vinkona þín er vond!“ segir hann lágt og kjökrar. „Nei, nei, Marta er ekkert vond,“ svara ég blíðlega. Marta hristir höfuðið og flissar. „Jú, VÍST er hún VOND! Hún sagði að ég væri frekjudolla!“ „Æ, elsku Þór. Fyrirgefðu mér.“ Marta strýkur honum um kollinn. Smásteinar og þurrar leirklessur hrynja úr rauða hárinu hans. „Þú gerðir ekkert af þér. Ég varð bara að skamma þig, til að láta þig gráta,“ heldur Marta áfram. „Sjáðu til Þór. Við þurftum á kröftum þínum að halda,“ bæti ég við en finn ekki fleiri orð.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=