Varúð - Hér býr jötunn

77 MARTA ER EKKERTVOND „Hvað varð um stóra tréð?“ spyr Marta og lítur í kringum sig. Öspin! Hún er horfin! Svo virðist sem handleggur Mökka hafi lekið ofan í jörðina ásamt restinni af líkama hans. „Sjáðu Marius! Sprungan … leirinn er að harðna!“ Ég klöngrast á fætur. Þór grípur í mig og rígheldur í höndina á mér sem er útötuð í klístruðum leir. Þarna stöndum við fjögur og fylgjumst með því þegar leirinn þornar upp á augabragði. Sprungan verður aftur að gráu malbiki, eins og ekkert hafi gerst. Göngustígurinn er orðinn eins og áður. Sprungan minnir aftur á sandkökuna hans afa. Það eina sem er öðruvísi er að hér er engin ösp lengur. Engar trjágreinar sem hanga yfir stígnum. Skuggarnir eru farnir. Risavaxið tréð er horfið með öllu, fyrir utan einstaka lauf undir fótum okkar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=