Varúð - Hér býr jötunn

76 Marta hífir sig upp og sparkar af sér mesta leirnum. Ég lyfti Þór af öxlunum, upp úr drullunni. Hann brosir út að eyrum og um leið hættir að rigna. Þrumuskýin gufa hreinlega upp. Hvæsi stendur til hliðar og horfir á okkur með sínu dularfulla kattarglotti. Ég er einn eftir í sprungunni og brasa við að koma mér á bakkann. Það er ekki auðvelt að toga sig rennblautan upp úr þessu drullubaði. „Ætlarðu að vera í allan dag að þessu?“ spyr Marta og hlær. Hún réttir mér höndina og togar mig til sín. Gallabuxurnar eru þungar af blautum leirnum. Það er erfitt að standa á fætur. Í nokkrar mínútur ligg ég flatur á göngustígnum, örmagna af þreytu. Ég horfi upp í bláan, heiðan himininn. Þar sem rétt áðan voru svört ský er nú ekkert nema pínulitlir skýja- bólstrar og tveir hrafnar á flugi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=