Varúð - Hér býr jötunn

75 SPRUNGAN FYLLIST Það er komin grenjandi rigning. Beint fyrir ofan sprunguna er dökkgrátt þrumuský. Himnarnir hafa opnast og ausa niður vatni í lítratali. Leirinn þynnist hratt og okkur tekst að losa bæði hendur og fætur. Nú eru aðeins nokkrir metrar upp á yfirborðið. „Þetta virkar!“ hrópar Marta glöð. „ÞÚ ERT BARA SJÁLF FREKJUDOLLA!“ æpir Þór reiður. Í hvert sinn sem hann öskrar verða skýin fyrir ofan okkur þykkari og fleiri. Háværar þrumur berast frá svörtum himninum. Hvæsi setur upp kryppu og kastar sér af öxlumMörtu. Í örfáum stökkum kemst kötturinn óhultur upp úr sprungunni. Leirinn er orðinn lapþunnur af rigningarvatni og tárum og sprungan er alveg að fyllast. Við Marta missum takið af steinunum en það er í lagi. Nú getum við látið okkur fljóta upp að yfirborðinu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=