Varúð - Hér býr jötunn

74 að klína súkkulaði í rúmið og sulla vatni út um allt baðherbergi. Nú hágrætur Þór og tárunum rignir yfir höfuðið á mér. Eyrun fyllast af leir á meðan reiðikast Þórs magnast. „ÉG ER EKKI SMÁBARN!“ orgar hann hátt. Eftir því sem Þór grætur fleiri tárum þynnist leir- inn. Áðan minnti hann á vikugamla kartöflumús en nú er hann meira eins og kjötsúpa. Loksins get ég hreyft fæturna! Hægri fóturinn á mér finnur stein. Ég spyrni okkur ofar og næ höfðinu loks úr kafi. Nasirnar eru stíflaðar af leir. Eftir að ég snýti burt leirnum næ ég loks andanum aftur. Enn rignir yfir mig tárum. Eins og það sé ausandi rigning. Þór er kominn með ekkasog af gráti. Ég strýk mesta leirinn frá augunum og lít á litla bróður minn. Hann er eldrauður í framan og augun bólgin. „Svona, svona Þór,“ segi ég og kem okkur ofar, stein fyrir stein. „Þetta verður allt í lagi.“ Marta er til hliðar við mig, með Hvæsa á öxlunum. Tár Þórs flæða út um allt og fylla sprunguna vatni. Hvernig getur lítið barn grátið svona mikið? Ég lít aftur upp og sé að þetta eru ekki bara tár Þórs.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=